Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Ráðherra heimsækir heilbrigðisstofnanir á Austfjörðum


30.04: Ráðherra heimsækir heilbrigðisstofnanir á Austfjörðum
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, heimsækir í dag, mánudag, nokkrar heilbrigðisstofnanir á Austfjörðum. Ráðherra ræðir við stjórnendur og starfsmenn á viðkomandi stöðum og hefur haldið fund með stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Austurlands, sem tók formlega til starfa ársbyrjun 1999. Þá sameinuðust sjö heilbrigðisstofnanir á Austurlandi frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Markmiðið með sameiningunni er að treysta undirstöður heilbrigðisþjónustunnar á Austurlandi, stækka þjónustusvæðið og auka öryggi íbúa svæðisins. Með heilbrigðisráðherra í för eru Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra, Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri, og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri, auk stjórnenda Heilbrigisstofnunar Austurlands. Þetta er fyrsta heimsókn nýs heilbrigðisráðherra á heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins, en hann hyggst heimsækja sem flestar stofnanir á næstu mánuðum til að kynna sér starfsemi þeirra og stöðu, fyrir utan að kynnast og kynna sér aðstæður starfsmanna.


































Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta