Hoppa yfir valmynd
4. maí 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 037, 04. maí 2001 Viðræður milli EFTA-ríkjanna og Singapúr um gerð fríverslunarsamnings

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 037


Í dag tilkynntu EFTA-ríkin annars vegar og og Singapúr hins vegar að hafnar yrðu viðræður um gerð fríverslunarsamnings milli aðilanna. Ákveðið hefur verið að fyrsta lota viðræðnanna fari fram í Osló dagana 2.-6. júlí n.k.
Markmiðið er gera fríverslunarsaming sem nái til bæði vöru- og þjónustuviðskipta, fjárfestinga, opinberra innkaupa, samkeppnismála og hugverkaréttinda og feli í sér skilvirk úrræði til að leysa úr ágreiningi. Stefnt er að því að samningviðræðum ljúki fyrir árslok 2001.
Gerð fríverslunarsamings við Singapúr er liður í þeirri viðleitni EFTA-ríkjanna að efla samskipti við mikilvæg viðskiptalönd.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. mai 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta