Nr. 037, 04. maí 2001 Viðræður milli EFTA-ríkjanna og Singapúr um gerð fríverslunarsamnings
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 037
Í dag tilkynntu EFTA-ríkin annars vegar og og Singapúr hins vegar að hafnar yrðu viðræður um gerð fríverslunarsamnings milli aðilanna. Ákveðið hefur verið að fyrsta lota viðræðnanna fari fram í Osló dagana 2.-6. júlí n.k.
Markmiðið er gera fríverslunarsaming sem nái til bæði vöru- og þjónustuviðskipta, fjárfestinga, opinberra innkaupa, samkeppnismála og hugverkaréttinda og feli í sér skilvirk úrræði til að leysa úr ágreiningi. Stefnt er að því að samningviðræðum ljúki fyrir árslok 2001.
Gerð fríverslunarsamings við Singapúr er liður í þeirri viðleitni EFTA-ríkjanna að efla samskipti við mikilvæg viðskiptalönd.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. mai 2001.