Hoppa yfir valmynd
4. maí 2001 Matvælaráðuneytið

Nr. 10/2001 - Lækkun tolla á grænmeti.

Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu nr. 10/2001



Lækkun tolla á grænmeti



Á ríkisstjórnarfundi í morgun lagði landbúnaðarráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samdi að beiðni ráðherra.

Frumvarpið felur í sér möguleika er gefa aukið svigrúm til að fjölga þeim grænmetistegundum og því magni sem unnt er að flytja inn á lægri tollum eða án tolla. Hér er um að ræða vörur s.s. lauk, rósakál, jöklasalat, ertur og belgaldin, spergil, kúrbít, ólífur o.fl.

Ríkisstjórnin ákvað að frumvarpið yrði flutt sem stjórnarfrumvarp af fjármálaráðherra þar sem slíkar breytingar falla undir tollalög. Jafnframt var samþykkt að starf á grundvelli áfangatillagna "grænmetisnefndar" haldi áfram.


Í landbúnaðarráðuneytinu, 4. maí 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta