Hoppa yfir valmynd
8. maí 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Forsíðufrétt - Kjör elli- og örorkulífeyrisþega bætt - inngangur að skýrslu vinnuhóps

Álit vinnuhóps um endurskoðun almannatrygginga
maí 2001


Inngangur að skýrslu vinnuhópsins


Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um helstu markmið ríkisstjórnarinnar:

"Að endurskoða almannatryggingakerfið svo og samspil þess við skattkerfið og lífeyrissjóðakerfið með það að markmiði að umfang og kostnaður við stjórnsýslu verði sem minnstur og framkvæmd verði einfölduð og samræmd til hagsbóta fyrir bótaþega. Áhersla skal lögð á að tryggja sérstaklega hag þeirra öryrkja, fatlaðra og aldraðra sem lægstar tekjur hafa."

Þann 18. október 1999 skipaði forsætisráðherra vinnuhóp til að undirbúa ákvörðun í þessu máli og lýsa þeim leiðum sem helst eru færar til að ná ofangreindum markmiðum.
Í vinnuhópinn skipuðu:

      Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri, sem er formaður, án tilnefningar,
      Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri, tilnefndur af fjármálaráðherra,
      Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræðingur, tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
      Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri, tilnefndur af fjármálaráðherra,
      Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra, tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Ritari vinnuhópsins var Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur. Guðmundur G. Þórarins-son, verkfræðingur starfaði með hópnum. Sigurður Snævarr forstöðumaður á Þjóðhagsstofnun og Stefán Þór Jansen tölvunarfræðingur Þjóðhagsstofnunar hafa lagt fram mikið efni til skýrslunnar og annast alla útreikninga.

Í janúar síðastliðnum beindi ríkisstjórnin þeim tilmælum til vinnuhópsins að hann legði sérstaka áherslu á aðgerðir til að koma til móts við þá lífeyrisþega sem búa við lökust kjör. Jafnframt beindi ríkisstjórnin því til vinnuhópsins að samráð yrði haft við Landssamband aldraðra, Öryrkjabandalag Íslands og aðila vinnumarkaðarins. Þessir aðilar hafa fylgst með starfi vinnuhópsins og þeim kynntar megintillögur hans.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta