Kristnihátíð á Þingvöllum
Kostnaður við kristnihátíð á Þingvöllum innan fjárheimilda
Heildarkostnaður við kristnihátíð á Þingvöllum 1. og 2. júlí 2000 var rúm 341 m.kr. Á meðfylgjandi yfirliti er kostnaðurinn nánar sundurliðaður. Útgjöld vegna hátíðarinnar voru innan heimilda fjárlaga. Af kostnaði vegna kristnihátíðar greiddi Alþingi tæpar 24 m.kr. vegna kostnaðar við þingfund og móttöku gesta, varanlegar framkvæmdir voru tæpar 35 m.kr. en annar kostnaður greiddur af fjárlagalið kristnihátíðarnefndar nam tæpum 283 m.kr.
Dagskrá hátíðarinnar var viðamikil og fjölbreytt. Nálægt 2.500 manns komu fram í dagskrá hátíðarinnar eða störfuðu við hana. Dagskráratriði voru um 130. Aðstaða til flutnings dagskrár var á sex stöðum á hátíðarsvæðinu, á þingpalli neðan við Lögberg, á aðalsviði á Völlunum neðan við Öxarárfoss, á Æskuvöllum við Furulund, í Kærleikskrók við Valhöll, í Þingvallakirkju og í Stekkjargjá norður af Öxarárfossi. Þá var aðstaða til að tjalda á Skógarhólum og við Úlfljótsvatn. Komið var upp veitingatjöldum og snyrtiaðstöðu víða um svæðið.
Unnið er að lokaskýrslu kristnihátíðarnefndar og heildaruppgjöri á kostnaði við starf á vegum nefndarinnar. Verður það kynnt fjölmiðlum í júní næstkomandi.
Forsætisráðuneytið, 9. maí 2001
1 Dagskrá Þingvallahátíðar | 104.196.339 | ||
1.1. Listviðburðir | 41.430.993 | ||
1.2. Umsjón hátíðarsvæðis | 20.134.129 | ||
1.3. Kynning og auglýsingar | 31.930.739 | ||
1.4. Akstur; almenningur, listamenn og starfsfólk | 10.700.478 | ||
2 Framkvæmdir | 205.416.842 | ||
2.1. Varanlegar framkvæmdir | 34.710.710 | ||
2.2. Tímabundnar framkvæmdir | 170.706.132 | ||
3 Umferðamál | 31.520.108 | ||
3.1. Löggæsla | 21.500.000 | ||
3.2. Undirbúningur og umferðaskipulag | 10.020.108 |
Kostnaður samtals 341.133.289