Hoppa yfir valmynd
10. maí 2001 Innviðaráðuneytið

ISLANDICA 7. - 9. september 2001

Fyrsta alþjóðlega hesta- og hestavörusýningin á Íslandi verður haldin dagana 7. til 9. september. Þar mun hestaáhugamönnum gefast tækifæri til að kynnast íslenska hestinum og uppgötva eiginleika hans. Alla helgina verður í gangi skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa


Glæsileg vörusýning verður í Laugardalshöllinni og einstök galasýning í Skautahöllinni. Færustu listamenn þjóðarinnar og bestu gæðingar landsins munu koma að sýningunni.

Í Laugardalshöllinni verður mikið og gott úrval af vörum og búnaði fyrir hestamenn, auk þess verða þar kynntir ferðamöguleikar á hestum um landið.

Á sýningunni býðst því einstakt tækifæri fyrir þá sem framleiða og selja hestavörur að kynna vörur sínar og sýna notagildi þeirra. Þá verður einnig handverkssýning þar sem afrakstur fyrstu samkeppninnar um handverk tengt íslenska hestinum verður sýnt.


Sýningin er samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta: iðnaðar-. landbúnaðar og samgönguráðuneytis.
Að undirbúningi hennar koma einnig hagsmunasamtök hestamanna og fleiri aðilar.

Skráning þátttakenda fer fram á [email protected].

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sýningarinnar Fannar Jónasson, s. 864 2100, [email protected]



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum