Nýir fulltrúar í Ferðamálaráði og Markaðsráði ferðaþjónustunnar
Samgönguráðherra hefur skipað Ísólf Gylfa Pálmason, alþingismann nýjan varaformann Ferðamálaráðs. Íslands í stað Jón Kristjánssonar sem nýlega var skipaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra.
Aðrir fulltrúar í Ferðamálaráði eru Tómas Ingi Olrich, alþm. sem jafnframt er formaður ráðsins, Kristján Júlíusson og Helgi Pétursson (tilnefndir af Sambandi ísl. sveitarfélaga), Stefán Sigurðsson og Steinn Lárusson (tilnefndir af Samtökum ferðaþjónustunnar) og Pétur Rafnsson (tilnefndur af Ferðamálasamtökum Íslands)
Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður hefur verið skipaður fulltrúi samgönguráðherra í Markaðsráð ferðaþjónustunnar í stað Jóns Kristjánssonar. Aðrir í Markaðsráði eru: Ómar Benediktsson, formaður (SAF), Steinn Logi Björnsson (SAF), Erna Hauksdóttir (SAF), Jakob Falur Garðarsson (fltr. samgönguráðherra), Tómas Ingi Olrich (fltr. samgönguráðherra) og Helgi Pétursson (Reykjavíkurborg).