Nr. 041, 15. maí 2001 Nýr aðstoðarmaður utanríkisráðherra
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 041
Egill Heiðar Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, og tók hann til starfa í dag.
Egill er 42 ára og lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1978 og stundaði nám við Lýðháskólann í Gautaborg.
Hann hefur undanfarin 11 ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins.
Egill er kvæntur Magneu Gísladóttur snyrtifræðingi og eiga þau þrjú börn.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. mai 2001.