Hoppa yfir valmynd
21. maí 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Breytingar á námskrám framhaldsskóla

Til skólameistara/rektora framhaldsskóla


    Breytingar á námskrám framhaldsskóla

21. maí 2001

Ráðuneytið hefur ákveðið að eftirtaldar breytingar verði á námskrám framhaldsskóla frá og með næsta skólaári. Ef ekki er annað tekið fram verða námskrárnar birtar á netinu fyrir næstu mánaðamót og prentaðar útgáfur sendar skólum um leið og þær eru tilbúnar. Aðrar námskrár en þær sem hér eru nefndar verða óbreyttar. Bent skal á að tilraunatímabili í kennslu bílgreina er lokið og verður kennt eftir sömu námskrá og sl. skólaár.
Skólameistarar eru vinsamlegast beðnir að vekja athygli hlutaðeigandi kennara á þeim breytingum á aðalnámskrá framhaldsskóla sem kynntar eru hér á eftir.

Tveggja ára starfsnám:
1. Viðskiptanám: Námið er skilgreint sem tveggja ára starfsnám, sbr. aðalnámskrá framhaldsskóla, almennan hluta, sem lýkur með verslunarprófi. Starfsgreinaráð fyrir verslunar- og skrifstofustörf hefur ekki enn skilað tillögum um fyrirkomulag þessa náms en ráðuneytið mun senda skólum leiðbeiningar um skipan þess sem gilda þangað til annað verður ákveðið.
2. Nám á íþróttabraut: Hér er um að ræða tveggja ára starfsnám á sviði íþrótta- og íþróttaþjálfunar.
3. Nám fyrir félagsliða: Hér er um nýtt nám að ræða og verður fylgst með framkvæmd námskrárinnar fyrst um sinn og hún löguð að fenginni reynslu.

Nemendur útskrifast að loknu því námi sem hér hefur verið tilgreint, bæði bóklegu námi og starfsþjálfun þar sem það á við, og geta þá annaðhvort hætt námi eða innritast að nýju og bætt við sig námi sem lýkur með stúdentsprófi. Skilgreiningu á viðbótarnáminu er að finna í viðkomandi námskrá.

Þriggja og fjögurra ára starfsnám.
4. Málm og véltæknigreinar: Ný námskrá fyrir grunnnám í málmiðngreinum og sérnám í blikksmíði, stálsmíði, vélvirkjun og rennismíði eru tilbúnar og taka gildi frá með næsta skólaári.

5. Snyrtibraut: Breytt námskrá tekur gildi frá og með næsta skólaári.
6. Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar: Á sl. skólaári var kennt samkvæmt nýrri námskrá fyrir grunnnám í þessum greinum. Nú eru einnig tilbúnar námskrár fyrir sérnámið sem taka gildi frá og með næsta skólaári. Þar sem hér er að hluta til um nýtt nám að ræða verður fylgst með framkvæmd námskránna a.m.k. næsta skólaár og þær síðan lagaðar að fenginni reynslu.
7. Rafiðngreinar: Námskrá fyrir grunndeild verður óbreytt. Gefnar verða út nýjar námskrár fyrir sérnám í rafvirkjun og rafvélavirkjun.

Að loknu þessu námi geta nemendur bætt við sig námi í bóklegum greinum sem lýkur með stúdentsprófi, sbr. meðfylgjandi auglýsingu um breytingu á aðlanámskrá framhaldsskóla, dags. 27. apríl 2001.


    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

    Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

    Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta