Hoppa yfir valmynd
22. maí 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmd samræmds prófs í samfélagsgreinum til vorsins 2003

Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmd samræmds prófs í samfélagsgreinum til vorsins 2003


Menntamálaráðherra hefur ákveðið að vorið 2002 verði samræmd lokapróf í 10. bekk í fimm námsgreinum í stað sex eins og áður hafði verið ákveðið. Námsgreinar sem prófað verður úr vorið 2002 eru: íslenska, danska, enska, náttúrufræði og stærðfræði.

Þessi ákvörðun byggir á niðurstöðum könnunar Námsmatsstofnunar á kennslu samfélagsgreina á unglingastigi sem gerð var haustið 2000. Könnunin leiðir m.a. í ljós að aðlögun skóla að aðalnámskrá grunnskóla er ekki að fullu lokið í samfélagsgreinum enda um verulegar breytingar að ræða frá fyrri námskrá.

Hér með tilkynnist að ákvörðun um að fresta samræmdu prófi samfélagsgreinum hefur ekki í för með sér nein vandkvæði vegna ákvæða í reglugerð nr. 98/2000 um innritun í framhaldsskóla og miðast innritun á félagsfræðibrautir framhaldsskóla eitt ár í viðbót við skólaeinkunn í samfélagsgreinum.
(Maí 2001)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum