Hoppa yfir valmynd
22. maí 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 045, 23. maí 2001. Samkomulag undirritað milli Íslands og Bandaríkjanna um fyrirkomulag verktöku fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 045


Undirritað hefur verið samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um fyrirkomulag verktöku fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Var það gert á grundvelli bókunar um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna frá 1996 sem kveður á um að stefnt skuli að útboðum á frjálsum markaði í öllum verksamningum fyrir varnarliðið. Þjónustu- og vörukaup fyrir varnarliðið hafa verið boðin út frá 1995.

Samkomulagið sem nú hefur verið undirritað felur í meginatriðum í sér eftirfarandi:

Frá og með árinu 2004 verða öll verkefni fyrir varnarliðið boðin út. Í ár verða 30% af verkframkvæmdum boðnar út, 50% árið 2002, 67% árið 2003 og 100% árið 2004.

Sameiginleg forvalsnefnd aðila samningsins mun bjóða út stærri verkefni að verðmæti yfir 100.000 Bandaríkjadalir.

Varnarliðið mun annast útboð vegna smærri verkefna þar sem samningsfjárhæð er á bilinu 2.500 til 100.000 Bandaríkjadalir. Upplýsingar um slíka samninga verða kynntar með rafrænum hætti, til að auðvelda verktökum samkeppni um verkin.

Varnarliðið mun sjá verktökum fyrir fræðslu um bandarískar samningsreglur, til að jafna samkeppnisstöðu á markaðnum.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 23. mai 2001.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta