Nr. 048, 25. maí 2001 BBC sýnir heimildamynd um þorskastríðin
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 048
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, var í gær viðstaddur móttöku sendiráðs Íslands í London sem haldin var til að minnast þess að 25 ár eru um þessar mundir liðin frá lokum síðasta þorskastríðs Íslands og Bretlands. Á meðal gesta í móttökunni voru breskir stjórnmálamenn, blaðamenn og fyrrum sendiherrar Bretlands á Íslandi, auk togaraskipstjóra, sjómanna og yfirmanna í breska sjóhernum er gegndu störfum á tímum þorskastríðanna.
Í tilefni þessara tímamóta mun breska sjónvarpsstöðin BBC sýna 70 mínútna heimildamynd um þorskastríðin næstkomandi mánudag 28. maí sem unnin er af fyrirtækinu Storm. Myndin er styttri útgáfa af þáttaröð um sama efni er sýnd var á Stöð 2 í febrúar 2000.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 25. mai 2001.