Hoppa yfir valmynd
25. maí 2001 Innviðaráðuneytið

Þjónustusamningur

Samgönguráðherra undirritar þjónustusamninga við Slysavarnafélagið Landsbjörgu.

Samgönguráðuneytið hefur átt árangursríkt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu og forvera þess. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gegnt veigamiklu hlutverki í öryggismálum sjómanna með framkvæmd á tilkynningarskyldu íslenskra skipa, rekstri Slysavarnaskóla sjómanna og björgunarmiðstöðvum og með starfsemi björgunarbáta víða um land.

Til að treysta enn frekar samstarf ráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar mun samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, undirrita í dag á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar þjónustusamninga við félagið um alla þá þætti sem það hefur annast á liðnum árum í öryggimálum sjómanna.

Markmiðið samninganna er að stuðla að bættu öryggi íslenskra skipa og þeirra er sjómennsku stunda með því að tengja saman með þessum hætti afl og kunnáttu félagsins og hina stjórnskipulegu ábyrgð og markmiðssetningu ráðuneytisins.

Í þinglok var samþykkt þingsályktun um öryggismál sjómanna. Með henni er í fyrsta sinn gert sérstakt átak í öryggimálum sjófarenda á grundvelli samþykktar Alþingis. Hluti af fjárveitingu til félagsins samkvæmt þjónustusamningunum mun renna til sérstakra verkefna á grundvelli þingsályktunarinnar.

Heildarframlag ríkisins vegna samninganna eru ríflega 120 milljónir á árinu 2001.

Samstarfssamningur samgönguráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Tilkynningarskylda íslenskra skipa - þjónustusamningur

Slysavarnaskóli sjómanna - þjónustusamningur

Rekstur björgunarbáta - þjónustusamningur

25. maí 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta