Magnús Leópoldsson, málsrannsókn
Fréttatilkynning
Nr. 19/ 2001
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að verða við beiðni Magnúsar Leópoldssonar um að fram fari opinber rannsókn á tildrögum þess að hann var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Ákvörðunin er tekin á grundvelli laga nr. 27/2001 sem tóku gildi 16. maí síðastliðinn og fela í sér breytingu á 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála.
Dómsmálaráðherra hefur sett Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmann, sem sérstakan saksóknara til þess að fara með og rannsaka málið.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
25. mai 2001.
25. mai 2001.