Hoppa yfir valmynd
28. maí 2001 Matvælaráðuneytið

Styrkur NAMMCO. 28.05.01

Fréttatilkynning

Styrkur til upplýsingaverkefna um hvali úr sjóði Norður-Atlantshafs
sjávarspendýraráðsins (NAMMCO)


NAMMCO (Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðið) auglýsir eftir styrkumsóknum til upplýsingaverkefna um hvali úr sjóði ráðsins.
NAMMCO er alþjóðastofnun og eru verkefni hennar samvinna um verndun, stjórnun og rannsóknir á öllum hvalategundum, sem og á selum og rostungum í Norður-Atlantshafi.
Markmið NAMMCO-sjóðsins er að efla skilning og þekkingu almennings á sjávarspendýrum, nýtingu á þeim og veiðistjórnun.
Verkefnin, sem styrkt verða, eiga að höfða til almennings fremur en fagfólks og skulu varða sjávarspendýravísindi, líffræði, vistfræði, hlutverk vistsvæða og þekkingu og nýtingu frumbyggja og íbúa strandbyggða. Æskilegt er að verkefnin hafi skírskotun til allra aðildarríkja NAMMCO: Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs. Verkefni, sem tengjast einhverju aðildaríkjanna, koma þó einnig til greina.
Styrkupphæðin getur numið allt að helmingi kostnaðar við verkefni, sem uppfylla framangreind skilyrði.
Nánari upplýsingar um NAMMCO-sjóðinn og stefnu hans ásamt umsóknareyðublaði eru fáanlegar á skrifstofu NAMMCO í Tromsø eða á heimasíðu stofnunarinnar á netinu
NAMMCO Secretariat,
University of Tromsø, N-9037 Tromsø, Noregi,
Sími: 004777645908, fax:004777645905.
Netfang: [email protected]
Veffang: www.nammco.no
Umsóknafrestur rennur út 1. júní 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum