Nr. 050, 30. maí 2001 Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 050
Í dag var í Búdapest haldinn fyrsti sameiginlegi fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. Ráðherrarnir ræddu einkum nauðsyn náins samstarfs ESB og NATO á sviði öryggismála. Lögðu þeir sérstaka áherslu á þann árangur sem náðst hefði í samstarfi stofnananna á Balkanskaga, einkum samvinnu þeirra í þágu friðar og stöðugleika í fyrrverandi júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, tók undir þessi sjónarmið og fagnaði þeim árangri sem samstarf NATO og ESB hefði þegar skilað á Balkanskaga. Ráðherra undirstrikaði jafnframt nauðsyn þess koma sem fyrst á varanlegum starfstengslum milli NATO og ESB til að tryggja grundvöll samstarfsins til frambúðar.
Hjálagt er ávarp utanríkisráðherra á fundinum og sameiginleg yfirlýsing ráðherranna um ástandið á Balkanskaga, einkum í fyrrverandi júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. mai 2001.