Hoppa yfir valmynd
1. júní 2001 Matvælaráðuneytið

Fundur sjávarútvegsráðherra við N-Atlantshaf. 01.06.01

Fréttatilkynning



Sjötti fundur sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf var haldin í boði Evrópusambandsins og Frans Fischlers framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála í ESB í Stenungssund, norðan Gautaborgar í Svíþjóð 27.-30. Maí. Ráðherrarnir ræddu ýmsa þætti fiskveiðistjórnunar og vernd fiskistofna.

Þátttakendur voru; sjávarútvegsráðherrar Færeyja, Íslands, Kanada og Noregs, en formaður ríkisnefndarinnar um sjávarútveg var fulltrúi Rússa. Grænlenski ráðherrann sendi kveðjur og afsökunarbeiðni þar sem hann komst ekki á fundinn. Fulltrúi hans úr atvinnumálaráðuneytinu sótti fundinn fyrir hans hönd. Framkvæmdastjórinn var fulltrúi Evrópusambandsins.

Ráðherrarnir komu sér saman um að "Verkefnin framundan og ýmis sjónarmið í endurnýjaðri fiskveiðistefnu við Norður Atlantshafs" skyldi vera meginefni fundarins. Enda voru þeir sammála um að nauðsynlegt væri að taka til endurmats fiskveiðistjórnunarkerfin og aðferðirnar sem byggt er á, í mörgum þátttökuríkjum. Ráðherrunum þótti að mestur fengur væri að því að skiptast á skoðunum, hugmyndum og ræða þau sjónarmið sem þeir hefði varðandi endurskoðun stefnunnar.

Fyrstu tveir hlutar ráðstefnunnar voru umræður um stefnumótun í sjávarútvegsmálum, þar sem sérstaklega var fjalla um annars vegar Grænbók Evrópusambandsins um endurnýjaða sameiginlega fiskveiðistefnu Evrópusambandsins og hins vegar stefnumótun í fiskveiðistjórnun rússneska Sambandsríkisins hvað varðar Norður Atlantshafi. Síðari tveir hlutar ráðstefnunnar fjölluðu um markmiðabundna fiskveiðistjórnun og áhrif brottkasts.

Í umræðunni um endurnýjaða fiskveiðistefnu var áhersla lögð á fjölstofnanálgun, að stjórnunarákvaðanir giltu í nokkur ár í senn og vistkerfisnálgun. Ráðherrarnir voru sammála um að eftirfarandi meginatriði skiptu máli:
· Að byggja upp fiskistofna og tryggja eftur föngum gott ástand vistkerfisins í hafinu.
· Að bæta rannsóknir og ná aukinni nákvæmi í stofnstærðarmati
· Að ná betri stjórnun með aukinni þátttöku hagsmunaaðila, og betra eftirliti og framfylgd.
· Að minnka sóknargetu þannig að hún verði í samræmi við nýtanlegar auðlindir
· Að koma á hagkvæmum sjálbærum sjávarútvegi og fiskeldi.
· Að stuðla að ábyrgum fiskveiðum utan landhelgi.
· Að styðja starf sem unnið er í alþjóðlegum stofnunum (Sþ, FAO, svæðisbundnum stofnunum o.s.frv)

Í samræmi við þetta skiptust menn einnig á skoðunum á áhrifum aukinna alþjóðlegra viðskipta með fiskafurðir bæði hvað varðar áhrif á fiskveiðistjórnun og tengsl viðskipta með fiskafurðir og alþjóðlegra umhverfis og fiskimálasamninga.

Eftir umræðu um framsögu Rússa, voru ráðherrarnir sammála um að til þess að koma á viskerfisstjórnun í sjávarútvegi væri nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar, náttúrulegt samspil lifandi auðlinda hafsins, fæðukeðjusamhengi stofnanna, hvað skipti máli þegar upp koma sterkir og veikir árgangar og breytingar á ástandi lifandi auðlinda hafsins af mannavöldum.

Ráðherrarnir ræddu hvernig Canada nálgaðist fiskveiðistjórnun með því að setja tiltekin markmið og velja leiðir að þeim. Þeir lögðu mikla áherslu á meginreglur um vernd, varúðar og vistkerfisinálgun og sjálfbæra nýtingu auðlindanna. Skipst var á skoðunum um fiskveiðistjórnun sem tæki til nokkurra ára í senn, hvernig setja mætti ákveðin markmið og hvernig færa mætti út hlutverk og ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar þegar fiskveiðistjórnun er þróuð og komið á. Ákveðið var að skoða þessi mál reglulega á fundum í framtíðinni. Lögð er áhersla á það hvað mikilvægt er að koma á skilvirkri og samræmdri framfylgd og að það tengdist því beint hvernig tækist að ná markmiðum.

Rætt var um brottkast eftir framsögu Íslands um það efni. Skipst var á skoðunum um það hvernig hægt væri að meta brottkast. Ábyggilegt mat á því er forsenda þess að bæta stofnstærðarmat og stjórn veiða. Ráðherrarnir ræddu einnig hvaða leiðir væru færar til að draga úr, eða sem best væri, að koma í veg fyrir brottkast. Ákveðið var að koma á fót vinnuhópi sérfræðinga til að fjalla um brottkast og koma með tillögur ef ástæða er til um hvernig ætti að halda áfram. Vinnuhópurinn á að skila mati á næsta fundi ráðherranna.

Ráðherrarnir voru sammála um að viðræður þeirra á 6. fundi sjávarútvegsráðherra NorðurAtlantshafsins hefðu verið gagnlegar og þær stuðli að vernd og sjálfbærri nýtingu lífandi auðlinda hafsins og vistkerfisins í hafinu. Fundarmenn voru sammála um að 7. fundur ráðherranna yrði haldin í Rússlandi og er stefnt á að hann verði í maí 2002. Þar á að ræða samvinnu í hafannsóknum og hvernig nýta megi nýja tækni. Fundinum lauk með því að sænsku ríkisstjórninni og sveitarstjórnun á Vestra Gautlandi var þakkað fyrir stuðningin við að skipuleggja fundinn.
Sjávarútvegsráðuneytinu 30. maí 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum