Hoppa yfir valmynd
1. júní 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 052, 1. júní 2001. Opinberri heimsókn ráðherra til Ungverjalands lokið

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 052


Síðdegis í dag lauk opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, og eiginkonu hans Sigurjónu Sigurðardóttur, til Ungverjalands. Í heimsókninni hitti utanríkisráðherra m.a. utanríkismálanefnd ungverska þingsins, efnahagsmálaráðherra og utanríkisráðherra Ungverjalands. Í viðræðum við utanríkismálanefnd var einkum rætt um stöðu aðildarumsóknar Ungverjalands að Evrópusambandinu og fjallað um áhrif stækkunar ESB á EES-samninginn. Á fundinum með efnahagsmálaráðherra Ungverjalands var m.a. fjallað um samstarf um nýtingu jarðhita, en ónýttur jarðhiti er víða í Ungverjalandi. Voru ráðherrarnir einhuga um að kanna ætti rækilega möguleikana á viðskiptum á milli landanna í þessu sambandi. Mun efnahagsmálaráðherra Ungverjalands, Dr. György Matolcsy, heimsækja Ísland í júlímánuði til að ræða viðskiptasamstarf á sviði orkumála og hitta íslenska ráðamenn, þ.á.m. Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á fundinum með János Martonyi, utanríkisráðherra, var einkum rætt um niðurstöður nýafstaðins ráðherrafundar NATO og framtíðarfyrirkomulag á samstarfi NATO og ESB í öryggismálum. Voru ráðherrarnir sammála um að samstarf ESB í öryggis- og varnarmálum mætti ekki verða til þess að veikja Atlantshafsbandalagið. Þá voru Evrópumál rædd í víðu samhengi og gerði Halldór Ásgrímsson grein fyrir mikilvægi EES-samningsins fyrir Íslendinga og áherslum íslenskra stjórnvalda varðandi stækkun ESB.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. mai 2001.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta