Hoppa yfir valmynd
5. júní 2001 Matvælaráðuneytið

Leyfilegur heildarafli á fiskveiðiárinu 2001/2002

Fréttatilkynning

Leyfilegur heildarafli
á fiskveiðiárinu 2001/2002.

Ráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2001/2002. Fyrir fiskveiðiárið er leyfilegur heildarafli sem hér segir:
                Tegund Lestir
                Þorskur 190.000
                Ýsa 30.000
                Ufsi 30.000
                Karfi 65.000
                Grálúða 20.000
                Skarkoli 4.000
                Langlúra 1.350
                Sandkoli 3.000
                Skrápflúra 5.000
                Þykkvalúra 1.400
                Síld 125.000
                Úthafsrækja 17.000
                Humar 1.500
                Hörpudiskur 6.500
                Innfjarðarækja 1.400

Ákvörðun um leyfilegan heildarafla í innfjarðarækju og hörpudiski verður endurskoðuð að fengnum nýjum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar. Þá er gert ráð fyrir að leyfilegur heildarafli loðnu verði 1.050 þús. lestir á fiskveiðiárinu og af því magni koma um 850 þús. lestir í hlut Íslands.

Aflareglu er beitt hvað varðar þorsk síld og loðnu. Í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar er aukið við leyfilegan hámarksafla úr stofni íslensku sumargotsíldarinnar. Þá er aukið 300 tonn við í humri, hámarksaflinn verður 1500 tonn, stofninn er nú metin 16% stærri en í síðustu skýrslu. Ennfremur hefur verið ákveðið að bæta 200 tonnum við leyfilegan hámarksafla humars á þessu fiskveiðiári á grundvelli batnandi ástands stofnsins.

Í þorskígildum fela tillögurnar í sér 5.3% samdrátt, en ef miðað er við verðmæti útflutnings er samdrátturinn heldur minni eða um 4%. Tekjutap þjóðarbúsins vegna samdráttarins er talið nema tæplega þremur milljörðum króna.

Hafrannsóknarstofnunin leggur til að keila og langa verði settar í kvóta þ.e. að hámark sé sett á leyfilegan afla úr þessum tegundum. Sjávarútvegsráðherra telur ekki ástæðu til að verða við því nú. Stofnunin leggur til að steinbítskvóti verði 13.000 tonn, eins og á síðasta ári en sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að steinbítur verði utan kvóta næsta fiskveiðiár. Vísbendingar eru um góða nýliðun stofnsins á komandi árum. Sókn krókabáta í þessar tegundir hefur verið frjáls og aðrir útgerðarflokkar ekki veitt allan sinn hlut undanfarin ár. Því má ætla að 1700 tonn af þeim steinbít sem Hafrannsóknarstofnun telur óhætt að veiða á næsta fiskveiðiári náist ekki, ef sókn smábáta í hann verður takmörkuð. Með því að setja steinbít utan kvóta er þess jafnframt freistað að koma á móts við hagsmuni hinna dreifðu byggða landsins.
Sjávarútvegsráðuneytið
5.júní 2001




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta