Hoppa yfir valmynd
5. júní 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um viðbótarnám fyrir nemendur sem lokið hafa verslunarprófi

Til skólameistara/rektora
framhaldsskóla


Um viðbótarnám fyrir nemendur sem lokið hafa verslunarprófi


5. júní 2001
    Með vísun til bréfs ráðuneytisins, dags. 21. maí 2001, hefur ráðuneytið ákveðið eftirfarandi:

    Viðskiptabraut
    Lýsing á tveggja ára námi á viðskiptabraut er birt í aðalnámskrá framhaldsskóla, almennum hluta, sem gefinn var út 1999. Breyting á þessari lýsingu var gerð með auglýsingu 27. apríl 2001.

    Viðbótarnám
    Nemendur sem ljúka framangreindu námi með fullnægjandi árangri eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi sem er samræmt í tilteknum greinum skv. ákvæðum í reglugerð.
    Stúdentsprófið eitt og sér tryggir ekki aðgang að öllu námi á háskólastigi hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Einstakir háskólar eða háskóladeildir setja ýmsar sérkröfur sem nemendur þurfa einnig að uppfylla og í sumum tilvikum þurfa nemendur að gangast undir inntökupróf. Það er því mikilvægt að nemendur sem stefna að inngöngu í tiltekinn skóla á háskólastigi afli sér upplýsinga um þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir um undirbúning.

    Viðbótarnámið geta nemendur

    a) skipulagt sjálfir í samráði við hlutaðeigandi framhaldsskóla miðað við skilgreind markmið um áframhaldandi nám á háskólstigi, eða
    b) lokið námi í eftirtöldum greinum þannig að heildarnám þeirra verði eins og tilgreint er í töflunni:

        Íslenska 15 ein.
        Enska 15 ein.
        Stærðfræði 6 ein.
        Náttúrufræði (raungreinar) 9 ein.
        Saga 6 ein.
        Íþróttir – líkams og heilsurækt 8 ein.

        Nám í þessum greinum sem nemendur hafa lokið á viðskiptabraut dregst frá ofangreindum einingafjölda.

        Auk þess skulu nemendur ljúka námi í eftirtöldum greinum og greinflokkum sem hér greinir:

        3. mál eða stærðfræði 12 ein.
        Viðskiptagreinar eða náttúrfræðigreinar 15 ein.
    Eins og hér kemur fram geta nemendur valið milli 3ja erlendra tungumáls og stærðfræði, samtals 12 einingar. Velji nemendur stærðfræði þá er um að ræða viðbót við 6 eininga lágmarksnám sem áður er getið. Þeir geta einnig valið milli viðskiptagreina og náttúrufræðigreina. Velji nemendur viðskiptagreinar þá er um að ræða viðbót við fyrra viðskiptanám. Skólar ákveða framboð námsgreina innan þessara flokka og gert er ráð fyrir að nemendur velji námsgreinar í samráði við námsráðgjafa viðkomandi skóla. Miða skal við að nám í grein verði ekki minna en 9 ein. samtals. Stærðfræði er þó undanskilin frá 9 ein. reglunni.

    Það skal ítrekað, að enda þótt nemendur ljúki námi samkvæmt því sem segir í b-lið, að nemendur kynni sér sérkröfur þess háskóla sem þeir óska að stunda nám við og skipuleggi viðbótarnámið í samræmi við þær.

    Meta má nám á viðskiptabraut til kjörsviðs á bóknámsbrautum. Nám á viðskiptabraut getur komið í stað 12 eininga á kjörsviði auk þess sem nemendur geta nýtt frjálsa valið í sama skyni. Nemendur geta fengið allt að 24 einingar metnar á þennan hátt sem hluta af námi til stúdentsprófs af bóknámsbraut.
    (júní 2001)

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum