Um viðbótarnám fyrir nemendur sem lokið hafa verslunarprófi
Til skólameistara/rektora
framhaldsskóla
Um viðbótarnám fyrir nemendur sem lokið hafa verslunarprófi
5. júní 2001
Viðskiptabraut
Lýsing á tveggja ára námi á viðskiptabraut er birt í aðalnámskrá framhaldsskóla, almennum hluta, sem gefinn var út 1999. Breyting á þessari lýsingu var gerð með auglýsingu 27. apríl 2001.
Viðbótarnám
Nemendur sem ljúka framangreindu námi með fullnægjandi árangri eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi sem er samræmt í tilteknum greinum skv. ákvæðum í reglugerð.
Stúdentsprófið eitt og sér tryggir ekki aðgang að öllu námi á háskólastigi hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Einstakir háskólar eða háskóladeildir setja ýmsar sérkröfur sem nemendur þurfa einnig að uppfylla og í sumum tilvikum þurfa nemendur að gangast undir inntökupróf. Það er því mikilvægt að nemendur sem stefna að inngöngu í tiltekinn skóla á háskólastigi afli sér upplýsinga um þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir um undirbúning.
Viðbótarnámið geta nemendur
a) skipulagt sjálfir í samráði við hlutaðeigandi framhaldsskóla miðað við skilgreind markmið um áframhaldandi nám á háskólstigi, eða
b) lokið námi í eftirtöldum greinum þannig að heildarnám þeirra verði eins og tilgreint er í töflunni:
Íslenska 15 ein.
Enska 15 ein.
Stærðfræði 6 ein.
Náttúrufræði (raungreinar) 9 ein.
Saga 6 ein.
Íþróttir – líkams og heilsurækt 8 ein.
Nám í þessum greinum sem nemendur hafa lokið á viðskiptabraut dregst frá ofangreindum einingafjölda.
Auk þess skulu nemendur ljúka námi í eftirtöldum greinum og greinflokkum sem hér greinir:
3. mál eða stærðfræði 12 ein.
Viðskiptagreinar eða náttúrfræðigreinar 15 ein.
Það skal ítrekað, að enda þótt nemendur ljúki námi samkvæmt því sem segir í b-lið, að nemendur kynni sér sérkröfur þess háskóla sem þeir óska að stunda nám við og skipuleggi viðbótarnámið í samræmi við þær.
Meta má nám á viðskiptabraut til kjörsviðs á bóknámsbrautum. Nám á viðskiptabraut getur komið í stað 12 eininga á kjörsviði auk þess sem nemendur geta nýtt frjálsa valið í sama skyni. Nemendur geta fengið allt að 24 einingar metnar á þennan hátt sem hluta af námi til stúdentsprófs af bóknámsbraut.
(júní 2001)