Hoppa yfir valmynd
5. júní 2001 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verkefnisstjórn Evrópsks tungumálaárs 2001




Til hagsmunaaðila.



Nú stendur yfir Evrópskt tungumálaár 2001 skipulagt af Evrópuráðinu og Evrópusambandinu í sameiningu. Ísland er eitt 45 þátttökulanda. Menntamálaráðuneytið vinnur að framkvæmd ársins hér á landi og á þess vegum starfa bæði landsnefnd og sérstök verkefnisstjórn að undirbúningi aðgerða og dagskrár á árinu.

Dagskrá ársins er fjölbreytt og er hún bæði innlend og samevrópsk. Einn liður í samevrópskri dagskrá er Evrópskur tungumáladagur, þann 26. september nk. Stefnt er að því að halda daginn hátíðlegan með margvíslegum hætti og með þátttöku sem flestra. Verkefnisstjórn um tungumálaárið vill minna á þennan dag og vonast til að þú og fyrirtæki/stofnun þitt sjái sér fært að minnast dagsins á eftirminnilegan og skemmtilegan hátt.

Aðgerðum og dagskrá Evrópska tungumálaársins er beint til alls almennings. Stefnt er að því að hvetja unga sem aldna til að auka tungumálakunnáttu sína og fjölga þannig tækifærum sínum heima og erlendis í atvinnu og tómstundum, svo og til að kynnast öðrum menningarheimum.

Nánari upplýsingar um Evrópskt tungumálaár 2001 má nálgast á heimasíðu menntamálaráðuneytisins: www.menntamalaraduneyti.is Upplýsingar fást einnig hjá Jórunni Tómasdóttur, verkefnisstjóra,[email protected] og Maríu Gunnlaugsdóttur, deildarsérfræðingi, [email protected]

f.h. verkefnisstjórnar Evrópsks tungumálaárs 2001


__________________________________________

verkefnisstjóri

(júní 2001)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta