Hoppa yfir valmynd
8. júní 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 055, 8. júní 2001. Varnarmálaráðherrafundur NATO 7. -8. júní 2001

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 055


Varnarmálaráðherrafundur NATO var haldinn í Brussel daganna 7. - 8. júní, 2001. Fjallað var um ástandið á Balkanskaga. Fögnuðu varnarmálaráðherrar vel heppnaðri afhendingu á öryggissvæði KFOR meðfram héraðsmörkum Kósóvó til Serbíu, en létu jafnframt í ljós áhyggjur með þróun mála í Fyrrverandi Sambandslýðveldinu Makedóníu. Hvöttu þeir stjórnvöld þar til að leita lausnar á núverandi átökum með þátttöku allra þjóðernishópa og beita ekki meira valdi en nauðsyn krefði. Lýstu þeir sig jafnframt reiðubúna til að aðstoða stjórnvöld með því að herða landamæraeftirlit og taka þátt í frekari friðaraðgerðum innan ramma núverandi hlutverks KFOR og ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1244.

Bandaríski varnarmálaráðherrann flutti erindi um fyrirhugaðar eldflaugavarnaráætlanir og lýsti hættumati því sem þær grundvallast á. Var almenn ánægja með það samráðsferli sem bandarísk stjórnvöld hafa boðað til.

Á fundinum var einnig fjallað um kjarnorkuvopnaáætlanir Atlantshafsbandalagsins og endurskoðun bandarískra stjórnvalda á fjölda kjarnorkuvopna með frekari niðurskurð í huga. Létu varnamálaráðherrar í ljós þá von að viðræður við Rússa um traustvekjandi aðgerðir á því sviði yrðu til að efla stöðugleika og samstarf á Evró-Atlantshafssvæðinu

Þá voru haldnir sérstakir fundir með varnarmálaráðherrum Úkraínu og Rússlands ásamt samstarfsríkjunum innan ramma friðarsamstarfsins. Undirritaði framkvæmdastjóri NATO og Serguey Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, samkomulag um opnun sérstakrar skrifstofu í Moskvu um endurmenntun rússneskra hermanna sem láta af störfum vegna fækkunar í hernum.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 8. júní 2001.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta