Fréttatilkynning nr. 20/ 2001 - rettarheimild.is - opnun vefs
Fréttatilkynning
Nr. 20/ 2001
Réttarheimildir
Í dag opnar Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra nýja heimasíðu, rettarheimild.is. Um er að ræða heildstæða yfirlitssíðu yfir helstu lagagögn og réttarheimildir, s.s. lög og reglugerðir, dóma, stjórnvaldsúrskurði, alþjóðasamninga, niðurstöður alþjóðadómstóla og fleira. Á síðunni birtist meðal annars í fyrsta sinn heildarsafn gildandi reglugerða á netinu auk hundruða stjórnvaldsúrskurða og úrskurða Félagsdóms. Heimasíðan verður hluti af vef stjórnarráðsins og er komið á fót í samræmi við tillögur nefndar um miðlun lagagagna á netinu, sem dómsmálaráðherra skipaði í nóvember 1999.
Beinn aðgangur er á réttarheimildavefinn af heimasíðu Dóms- og kirkjumálaráðuneytis.
Af þessu tilefni er boðið til kynningar á nýju heimasíðunni í dag í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, kl. 15.00.
Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
13. júní 2001.
13. júní 2001.