Samstarf Íslands og Grænlands á sviði orkumála
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 10/2001
Á myndinni undirrita Steffan Ulrich-Lynge og Valgerður Sverrisdóttir samstarfssamning og fyrir aftan þau standa embættismenn sem að málinu komu (talið frá vinstri): Margarete Sörensen, Jens K. Lyberth, Helgi Bjarnason, Þorgeir Örlygsson og Þorkell Helgason
Steffen Ulrich-Lynge, ráðherra í grænlensku Landstjórninni, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirrituðu samstarfssamning um orkumál miðvikudaginn 6. júní 2001.
Forsendur samningsins eru eftirfarandi:
* Þörf er á áframhaldandi og aukinni samvinnu á sviði menntunar, iðnaðar, vísinda, umhverfismála, tækni og orkumála
* Væntanlegar orkurannsóknir á Grænlandi þýða að gerðar verða sérstakar kröfur um afhendingu orku og að sérstakt tillit verði tekið til umhverfissjónarmiða
* Bæði löndin eru háð því að framlag hins opinbera sé öruggt og traust
* Óskir um aukna notkun á endurnýtanlegum orkugjöfum til þess að minnka útblástur
* Óskir um að nýta þá reynslu sem Íslendinar hafa af nýtingu jarðvarma og vatnsafls ásamt orkuflutningi og fjargæslu
Samvinnan á m.a. að beinast að eftirfarandi verkefnum:
* Skiptum á þekkingu á sviði orkumála
* Skiptum á þekkingu um opinberar stofnanir sem fara með raforkumál og stýringu afhendingar orku
* Tækniyfirfærslu á sviði orkumála
* Menntun og þjálfun
* Umhverfisvernd
* Eflingu sambands milli rannsókna orkufyrirtækja, orkuhópa og sérfræðinga
Aðilarnir setja á stofn grænlensk/íslenskan vinnuhóp til þess að tryggja framkvæmd starfssamningsins
Ofangreindir ráðherrar gefa fréttatilkynningu þessa út sameiginlega.
Reykjavík, 14. júní 2001