Hoppa yfir valmynd
19. júní 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Reglur um flokkun og greiningu í bókhaldi sveitarfélaga

Samkvæmt tillögu reikningsskila- og upplýsinganefndar hefur félagsmálaráðherra sett reglur um flokkun og greiningu í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.

Hér er um að ræða nánari reglur um flokkun fjárhagslegra upplýsinga hjá sveitarfélögum sem settar eru á grundvelli reglugerðar um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga nr. 944/2000. Í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar er gert ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við reglur þessar frá og með rekstrarárinu 2002 og við gerð fjárhagsáætlunar fyrir sömu ár.

Innan skamms er einnig að vænta nánari reglna um framsetningu ársreikninga ásamt leiðbeiningum um færslur í bókhaldi sveitarfélaga.


Auglýsing nr. 414/2001 - Acrobat skjalReglur um flokkun og greiningu í bókhaldi sveitarfélaga - Auglýsing nr. 414/2001.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum