Iðnaðarráðuneyti - Upplýsingatæknin og rafræn viðskipti
Iðnaðarráðuneyti - Upplýsingatæknin og rafræn viðskipti
Frétt frá iðnaðarráðuneyti Sameiginlegur ráðherrafundur neytendamála- og viðskiptaráðherra Norðurlanda 20. júní 2001 í Helsinki - Finnlandi Upplýsingatæknin og rafræn viðskipti Innlegg Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra Íslandi I. INNGANGUR
2. Forsenda þess að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika er þó sú að neytendurnir séu ekki í nokkrum vafa um að á engan hátt sé þeim meiri hætta búin af því að eiga viðskipti yfir Netið heldur en af öðrum hefðbundnari viðskiptaháttum, til dæmis að því er varðar friðhelgi einkalífs þeirra (persónuupplýsinga) og greiðslu með greiðslukortum yfir Netið. Traust er hlutur sem ekki verður fenginn á auðveldan hátt, heldur er forsenda trausts að aðilar hafi áunnið sér traust á hvor öðrum. Fulltrúar úr viðskiptalífi og frá neytendum verða því í sameiningu að þróa og skapa þá viðskiptahætti sem eru byggðir á traustum grunni og njóta óskoraðs trausts neytenda.
4. Að undanförnu hafa heyrst raddir frá viðskiptalífinu um að hraða verði löggjöf og þróuninni að því er varðar reglusetningu sem á að gilda fyrir rafræn viðskipti, með því í æ ríkari mæli að þróa og samþykkja ýmsar "siðareglur" eða aðrar sambærilegar reglur sem ekki eru lögfestar. Ljóst er að ýmis konar reglur sem aðilar setja sjálfir geta komið að gagni einkum þegar ekki er neinum lagareglum til að dreifa eða rík þörf er fyrir reglur sem geta "fyllt upp" í ýmis göt eða tómarúm sem er að finna í gildandi lagaumgjörð. Það er einnig alveg ljóst að við getum ekki reiknað með því að slíkar eigin reglur sem aðilar setja sér geti leyst öll vandamál sem tengjast því að neytendur skorti traust á rafrænum viðskiptaháttum og slíkar reglur einar og sér munu ekki skapa þann vöxt sem allir aðilar eru að vonast eftir að geti legið í rafrænum viðskiptum yfir Netið. Öryggismerkingar fyrir rafræn viðskipti geta stuðlað að því að traust neytenda aukist, en verði þau of mörg þá getur það skapað rugling og glundroða hjá neytendum og grafið undan trausti þeirra og þá er orðið "öryggismerki" orðið að öfugmæli. 5. Framundan er því mikil áskorun fyrir samstarfsaðila annars vegar á sviði neytendamála og hins vegar á sviði viðskiptalífsins til þess að þeim megi í sameiningu öðlast að ávinna sér traust neytenda til þess að stunda viðskipti með rafrænum hætti. Það verður því aðeins að veruleika að fulltrúar þessara tveggja aðila nái samkomulagi um þau grundvallarréttindi sem viðskiptalífið verður að taka tillit til og sem neytendur gera kröfu um og vænta að verði virt þegar notuð er þessi nýja tækni í viðskiptum við sölu á vörum og þjónustu. Í sameiningu verða því neytendur og aðilar í viðskiptalífinu að móta betur hvaða kröfur það eru sem viðskiptalífið verður að uppfylla, en þó einnig að stíga einu skrefi lengra; að setja í framkvæmd þær kröfur sem gerðar eru vegna neytendaverndar skv. gildandi lagaákvæðum, skv. ákvæðum í tilmælum eða í siðareglum sem aðilar viðskiptalífsins hafa sjálfir sett sér.
Tæknileg þróun er ekki lengur neinn "Þrándur í götu" svo að viðskiptalífið geti hagnýtt sér þá möguleika sem felast, og falist geta í rafrænum viðskiptum. 7. Það er staðreynd að rafræn viðskipti hafa náð miklu mun meiri útbreiðslu í Bandaríkjunum heldur en t.d. á Norðurlöndum eða í Evrópu, a.m.k. enn sem komið er. Það sýnir svo ekki verður um villst að það er unnt að ná trausti og áhuga neytenda til þess að stunda viðskipti yfir Netið. Nánari skoðanaskipti og umræður milli fulltrúa neytenda og viðskiptalífsins um þær kröfur sem neytendur gera til rafrænna viðskipta og skilvirk framkvæmd er sú leið sem nú er vænlegust til þess að auka veltu í rafrænum viðskiptum, til hagsbóta jafnt fyrir neytendur og viðskiptalífið. Þessi sameiginlegi fundur milli ráðherraráðs neytendamála og ráðherraráðs viðskiptamála hér á norrænum vettvangi tel ég að sé mikilvægt skref í þá átt að stuðla að slíkri þróun mála og hið sama ætti að eiga sér stað í vinnuhópum sem starfa fyrir þessi tvö ráðherraráð að svo miklu leyti sem það gæti talist vera skynsamlegt og jafnframt nauðsynlegt. Sameiginleg verkefni væru einnig hugsanleg enda löng hefð fyrir því í norrænu samvinnunni að löndin vinni sameiginlega að lausn mála eftir því sem henta þykir. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og stuðla þannig að sterkum norrænum markaði þar sem að neytendurnir eru fullkomlega sáttir við hina nýju viðskiptahætti og rafrænir viðskiptahættir hafa áunnið sér traust neytenda.
9. Af því sést að nauðsynlegt er að fylgjast með og hafa eftirlit með þróuninni. Í Bandaríkjunum hafa verið þróaðar með kerfisbundnum hætti aðferðir til þess að meta netsíður sem miða að því að selja neytendum vöru eða þjónustu og í því tilviki út frá því hvers neytendur mega vænta og krefjast í sambandi við þær vörur og þjónustu sem verið er að selja á Netinu. Með hliðsjón af því að við höfum nú séð að nokkur mismunandi merkjakerfi hafa verið að þróast sem eiga að þjóna viðskiptum jafnt innan sem yfir landamæri þá er nú nauðsynlegt að setja af stað samnorrænt verkefni þar sem við förum að meta kerfisbundið þær netsíður sem bjóða upp á netverslun og sem neytendur á Norðurlöndum hafa aðgang að. 10. Í framtíðinni verður þörf fyrir sameiginlegar viðmiðunarreglur hjá merkjakerfunum en þó ekki minni þörf fyrir samnorrænt kerfi sem veitir möguleika til þess að meta með hlutlægum hætti að hversu miklu leyti einstakar vefsíður með netverslun standist þær kröfur sem neytendur og viðskiptalífið gera á hverjum tíma til góðrar netverslunar. Þar af leiðandi leggjum við til að sett verði á laggirnar þverfagleg nefnd milli (EK-Kons og EK-Næring) embættismannanefndanna um neytendamál - og viðskiptamál og henni falið að renna af stokkum tilraunaverkefni sem miði að því að: Ráðherranefndin óskar eftir að skýrslan verði lögð fyrir næsta sameiginlega fund árið 2002 Frétt frá iðnaðarráðuneyti |