Hoppa yfir valmynd
20. júní 2001 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samgönguráðherra heimsækir Tal hf.

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, heimsótti í dag Tal hf. Ráðherra er um þessar mundir að heimsækja fyrirtæki á íslenska fjarskiptamarkaðinum í þeim tilgangi að kynna sér sem best stöðu þessara fyrirtækja.

Í síðustu viku heimsótti ráðherra Íslandssíma hf. en jafnframt standa fyrir dyrum heimsóknir til Landssímans, Línu.Nets og Títans.

Þórólfur Árnason, forstjóri Tals hf., tók á móti ráðherra, aðstoðarmanni hans og skrifstofustjóra úr samgönguráðuneytinu. Eftir skoðunarferð um fyrirtækið var m.a. rætt um lagaumhverfi fjarskiptafyrirtækjanna, eftirlitsstofnanir á fjarskiptamarkaðinum, þriðju kynslóð farsíma og fleira.

Ráðherra og forstjóri Tals hf. voru sammála um að gildistaka nýrra fjarskiptalaga árið 1998 og í upphafi árs 2000 hafi eflt til muna samkeppni á fjarskiptamarkaðnum enda hefur árleg veltuaukning á þessum markaði verið umtalsverð, og fyrirtæki, líkt og Tal hf. og Íslandssími hf., náð öruggri fótfestu á markaðinum á þessum tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta