Hoppa yfir valmynd
27. júní 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 061, 27. júní 2001 Grundvallarsamningar Evrópuráðsins

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 061


Út er komið ritið Safn Evrópusamninga á vegum utanríkisráðuneytisins og Evrópuráðsins í Strassborg. Ritið hefur að geyma valda samninga Evrópuráðsins, en margir þeirra eru nú í fyrsta sinn aðgengilegir á íslensku. Samningarnir fjalla meðal annars um mannréttindi, minnihlutahópa, menntun og menningu og félagsmál. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ritar inngang að safninu.

Evrópuráðinu er ætlað að efla samvinnu og samkennd meðal íbúa aðildarríkjanna. Hlutverk ráðsins er að standa vörð um varðveislu mannréttinda og styrkja lýðræðislega stjórnarhætti í aðildarríkjunum. Eitt af verkefnum Evrópuráðsins hefur verið gerð alþjóðasamninga en markmiðið með gerð þeirra er meðal annars að samræma lög þeirra ríkja sem gerst hafa aðilar að þeim og stuðla enn frekar að samvinnu þeirra. Alls hefur Evrópuráðið lagt fram til undirritunar rúmlega 170 samninga sem átt hafa ríkan þátt í að styrkja mannréttindi og lýðræði í aðildarríkjunum. Safn Evrópusamninga er hægt að nálgast í utanríkisráðuneytinu og verður aðgengilegt á heimasíðu þess, www. utanrikisraduneytid.is



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 27. júní 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta