AUGLÝSING um gjald fyrir birtingu efnis í B- og C-deild Stjórnartíðinda.
AUGLÝSING
um gjald fyrir birtingu efnis í B- og C-deild Stjórnartíðinda.
Gjald fyrir birtingu efnis í B-deild Stjórnartíðinda skal vera sem hér segir frá 1. janúar 2001 að telja:
Lágmarksgjald fyrir birtingu efnis allt að einni blaðsíðu er kr. 5.500.
Fyrir hverja byrjaða síðu umfram fyrstu síðu greiðist kr. 5.500.
Fyrir efni sem sérstaklega er óskað eftir að birt sé í aukaútgáfu skal greiða með 80% álagi á framangreint gjald.
Fyrir efni sem sent er til birtingar fullfrágengið, þ.e. sett í prentsmiðjunni Steindórsprent-Gutenberg ehf. og prófarkalesið, er veittur 30% afsláttur.
Sé efni skilað á rafrænu formi sem unnt er að vinna af í setningartölvu, er veittur 20% afsláttur.
Gjald fyrir birtingu efnis í C-deild Stjórnartíðinda skal vera kr. 4.000 fyrir hverja síðu frá 1. janúar 2001 að telja.
Auglýsing þessi öðlast þegar gildi, jafnframt fellur úr gildi auglýsing um sama efni nr. 571/1991.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 1. febrúar 2001.
Sólveig Pétursdóttir.
Eygló S. Halldórsdóttir.