Hoppa yfir valmynd
28. júní 2001 Dómsmálaráðuneytið

Fréttatilkynning 22/2001

Fréttatilkynning
Nr. 22/ 2001


Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysaum banaslys í umferðinni árið 2000 er komin út. Í henni koma fram niðurstöður rannsókna nefndarinnar á banaslysum í umferðinni árið 2000 og settar fram tillögur til úrbóta . Markmið með starfi Rannsóknarnefndar umferðarslysa er að auka þekkingu og skilning á orsökum umferðarslysa. Er þetta í þriðja skipti sem nefndin gefur út ársskýrslu um banaslys í umferðinni.

Skýrsluna er hægt að fá á skrifstofu Umferðarráðs, Borgartúni 33, 150 Reykjavík, s. 562 2000 eða á heimasíðu Umferðarráðs www.umferd.is. Hún verður einnig send öllum fjölmiðlum síðar í dag.



Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
28. júní 2001.





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum