Hoppa yfir valmynd
28. júní 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 062, 28. júní 2001 Sýning á íslenskri málaralist í Berlín

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 062


Sýning á íslenskri málaralist verður opnuð í sameiginlegu funda- og ráðstefnuhúsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín fimmtudaginn 5. júlí næstkomandi og stendur til loka ágústmánaðar. Myndlistarmennirnir sem sýna í Berlín tilheyra hópi fjórtán listamanna er kalla sig Gullpenslana en á meðal þeirra eru kunnustu núlifandi málarar landsins sem eiga að baki fjölmargar einka- og samsýningar hérlendis og erlendis.

Sameiginlegt funda- og ráðstefnuhús norrænu sendiráðanna í Berlín hefur reynst kjörinn vettvangur fyrir margvíslega menningarstarfsemi af hálfu Norðurlanda frá því sameiginlegt sendiráðssvæði Íslands, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Svíþjóðar var opnað í október 1999. Norræna sendiráðssvæðið hefur notið mikillar athygli í Þýskalandi og hefur þróast í að verða vinsæll áfangastaður tugþúsunda gesta á hverju ári. Svæðið er ekki síst vinsæll áfangastaður yfir sumartímann þegar innlendir og erlendir ferðamenn heimsækja stórborgina.

Sendiráð Íslands í Berlín hafði frumkvæði að því að koma sýningunni á laggirnar, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur.

Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Berlín og Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, opna sýninguna formlega 5. júlí næstkomandi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 28. júní 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta