Breytingar á lögum um almannatryggingar sem snerta elli- og örorkulífeyrisþega Þann 1. júlí nk. taka gildi breytingar á lögum um almannatryggingar sem snerta elli- og örorkulífeyrisþega. Ýmsar breytingar verða á greiðsluflokkum. Má þar nefna niðurfellingu hjónalífeyris, hækkun á tekjumarki tekjutryggingar og niðurfellingu á sérstöku tekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna. Einnig fellur niður sem greiðsluflokkur s.k. sérstök heimilisuppbót og þess í stað kemur nýr flokkur sem kallast tekjutryggingarauki. Við útreikning tekjutryggingar og heimilisuppbótar munu atvinnutekjur öryrkja nema 60% í stað 100% áður. SKOÐA FRUMVARP OG FYLGISKJÖL... |