Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 063, 3. júlí 2001. Heimsókn Mogens Lykketoft utanríkisráðherra Danmerkur til Íslands

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 063


Mogens Lykketoft utanríkisráðherra Danmerkur og kona hans Jytte Hilden, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur, verða í heimsókn á Íslandi 4. - 6. júlí í boði utanríkisráðherrahjóna, Halldórs Ásgrímssonar og Sigurjónu Sigurðardóttur.
Ráðherrarnir munu eiga fund í hótel Valhöll, Þingvöllum, í dag 4. júlí kl. 18:45 og munu gestirnir síðan sitja kvöldverðarboð utanríkisráðherrahjóna í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum.
Danski utanríkisráðherrann mun ennfremur eiga stutta fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Davíð Oddssyni forsætisráðherra.
Á dagskránni er ennfremur heimsókn í Stofnun Árna Magnússonar og Norræna húsið auk skoðunarferðar að Gullfossi og Geysi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. júlí 2001.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta