Bann við aðgerðum á hundum og köttum sem framkvæmdar eru án læknisfræðilegra ástæðna.
Ráðuneytið hefur í samráði við Dýraverndarráð og Yfirdýralækni sett reglugerð um bann við aðgerðum á hundum og köttum sem framkvæmdar eru án læknisfræðilegra ástæðna. Reglugerðin er sett með stoð í 3. mgr. 13. gr. laga nr. 15/1994, um dýravernd, og bannar eftirfarandi aðgerðir:
a. Eyrnastífingu hunda.
b. Skottstýfingu hunda.
c. Brottnám raddbanda hunda og katta.
d. Brottnám á klóm katta.
e. Brottnám á sporum hunda.
f. Tannúrdrátt hjá hvolpum og kettlingum.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu þann 10. júlí nk.
a. Eyrnastífingu hunda.
b. Skottstýfingu hunda.
c. Brottnám raddbanda hunda og katta.
d. Brottnám á klóm katta.
e. Brottnám á sporum hunda.
f. Tannúrdrátt hjá hvolpum og kettlingum.
Reglugerðin öðlast gildi við birtingu þann 10. júlí nk.
Fréttatilkynning 6/2001
Umhverfisráðuneytið