Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 13/2001
Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd sem skal meta hvort og með hvaða hætti unnt er að koma á sjálfbæru orkusamfélagi í Grímsey. Nefndin skal koma með tillögur um mögulegar leiðir og gera ítarlega grein fyrir hagkvæmni viðkomandi kosta út frá umhverfislegum, tæknilegum og fjárhagslegum forsendum.
Í nefndinni eiga sæti:
- Hjálmar Árnason, alþm., formaður,
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor,
Örn Helgason, prófessor,
Helga Túleníus, jarðeðlisfræðingur, Orkustofnun,
Árni Ragnarsson, verkfræðingur, Orkustofnun.
Tillögur nefndarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en 15. febrúar 2002.
Reykjavík, 12. júlí 2001.