Hoppa yfir valmynd
23. júlí 2001 Matvælaráðuneytið

Aðild Íslands að Alþjóða hvalveiðiráðinu. 23.07.01

FRÉTTATILKYNNING


Fimmtugasti og þriðji ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í London í morgun kl. 10 að íslenskum tíma. Á fundinum var í fyrstu greitt atkvæði um það hvort fundurinn hefði vald til þess að ákvarða um inngöngu Íslands í ráðið með fyrirvara um 0 kvóta. Féll atkvæðagreiðslan þannig að 19 ríki greiddu atkvæði með því að fundurinn hefði tilskilið vald en 18 ríki greiddu atkvæði gegn því.

Að því loknu voru greidd atkvæði um það hvort Íslandi skyldi veitt innganga í Alþjóða hvalveiðiráðið og féllu atkvæði þannig að þau 19 ríki sem greitt höfðu atkvæði með því að fundurinn hefði tilskilið vald greiddu atvæði gegn fyrirvara Íslands, þrjú ríki sátu hjá, önnur ríki tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

Meðfylgjandi er listi yfir það hvernig einstök ríki greiddu atkvæði.


Sjávarútvegsráðuneytið 23/7, 2001


--------------------------------------------------




Eftirtalin ríki greiddu atkvæði með því að Alþjóða hvalveiðráðið gæti greitt atkvæði um aðild Íslands með fyrirvara:


Argentína ,Ástralía, Brasilía, Bandaríkin, Chile, Finnland, Indland, Þýskaland, Írland, Ítalía, Mexíkó, Monaco, Nýja-Sjáland, Holland, S- Afríka, Spánn, Svíþjóð, Bretland, Oman.
(19 ríki)





Eftirtalin ríki töldu að Alþjóða hvalveiðiráðið hefðu ekki hæfi til að hafna aðild Íslands með fyrirvara:


Kína, Danmörk, Dominíska lýðveldið, Frakkland, Grenada, Ísland, Japan, Kórea, Marokkó, Noregur, Panama, Sviss, Gínea, Solomon eyjar,
St. Vincent, St. Lucia, Antigua & Barbuda, St. Kitts & Nevis.

Fjarverandi: Austurríki





Tillaga um að hafna fyrirvara:

Sömu 19 greiddu atkvæði með

Sátu hjá : Austurríki, Frakkland, Sviss

Hin 16 ríkin tóku ekki þátt vegna ólögmætis atkvæðagreiðslunnar.








Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum