Hoppa yfir valmynd
25. júlí 2001 Dómsmálaráðuneytið

Öryggisráðgjafi við flutning á hættulegum farmi

Öryggisráðgjafi við flutning á hættulegum farmi

Fréttatilkynning
nr. 25/ 2001


Dómsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um öryggisráðgjafa við flutning á hættulegum farmi á vegum. Reglugerðin kveður á um að fyrirtæki hverskonar sem annast flutning, fermingu eða affermingu á hættulegum farmi skuli hafa í sinni þjónustu öryggisráðgjafa sem hefur það hlutverk að fylgjast með því að innan fyrirtækisins sé farið að reglum sem gilda um flutning á hættulegum farmi, veita fyrirtækinu ráðgjöf um þessa starfsemi og annast skýrslugerð innan fyrirtækisins. Ítarleg ákvæði eru í reglugerðinni um verkefni öryggisráðgjafans, svo og um þá þekkingu sem hann skal búa yfir. Öryggisráðgjafi skal hafa undir höndum starfsmenntunarvottorð sem gefið skal út að undangengnu námskeiði og prófi. Tilkynna skal Vinnueftirlitinu um hver er öryggisráðgjafi fyrirtækis. Reglur þessar eru til samræmis við reglur sem teknar hafa verið upp í samninginn um Evrópska efnahafssvæðið. Framkvæmd námskeiða, prófa og útgáfu starfsþjálfunarvottorða er í höndum Vinnueftirlitsins og prófnefndar sem annast próf vegna starfsþjálfunarvottorða fyrir stjórnendur ökutækja sem flytja hættulegan farm (ADR réttindi).

Fyrirtæki sem annast flutning, fermingu eða affermingu á hættulegum farmi á vegum skulu hafa tilnefnt öryggisráðgjafa fyrir 1. janúar næstkomandi. Til að svo geti orðið mun Vinnueftirlitið stofna til námskeiða fyrir öryggisráðgjafa síðar á árinu.

Reglugerð nr. 607/2001 um öryggisráðgjafa við flutning á hættulegum farmi


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
25. júlí 2001.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum