Páll Pétursson félagsmálaráðherra opnar Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum
Páll Pétursson félagsmálaráðherra opnar
Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum
Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum
Þann 30. júlí 2001 opnaði Páll Pétursson félagsmálaráðherra Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum. Fjölmenningarsetrið, sem staðsett er að Árnagötu 2 á Ísafirði, er tilraunaverkefni til þriggja ára á vegum félagsmálaráðuneytisins. Stofnunin hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við útlendinga sem búsettir eru á Íslandi.
Elsa Arnardóttir veitir Fjölmenningarsetrinu forstöðu.