Hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum
Hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum
Fimmtudaginn 2. ágúst voru formlega teknar í notkun hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum. Spölur kostaði vélarnar.
Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurn tíma. Í upphafi hafði framkvæmdastjóri Spalar samband við embætti ríkislögreglustjórans, óskaði eftir upplýsingum um hraðamyndavélar og hvort framkvæmanlegt væri að hafa slíkan búnað í göngunum. Eftir upplýsingaöflun frá framleiðanda hraðamyndavélanna, sem notaðar hafa verið hér á landi, kom fram að til væru myndavélar, sem nota má í göngum.
Myndavélarnar eru þannig útbúnar, að þeim er komið fyrir í þar til gerðum kössum og er radargeisli sendur yfir akbrautina. Ef ökutæki fer yfir kærumörk, er tekin mynd af því. Úrvinnslan er þannig, að skráðum eiganda ökutækis er send tilkynning um brotið og gefinn frestur til að gefa upp hver hafi verið ökumaður. Miðað við reynslu af hraðamyndavélum, sem staðsettar eru í ómerktum lögreglubifreiðum umferðardeildar ríkislögreglustjórans, er innheimtan framar vonum. Ekki er ástæða til að ætla annað en að svo verði hvað málin í göngunum varðar.
Lögreglumenn frá lögreglustjóranum í Reykjavík munu sjá vélina þ.e. skipta um filmu og gera skýrslur á hraðabrotin..
Tilkoma hraðamyndavélarinnnar er einn þáttur í bættu umferðaröryggi í Hvalfjarðargöngunum.