Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 068, 8. ágúst 2001 Fundur utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 068


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í dag í Washington fund með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Var þetta fyrsti tvíhliða fundur ráðherranna frá því að Colin Powell tók við embætti. Ræddu þeir ýmis sameiginleg hagsmunamál Íslands og Bandaríkjanna, m.a. varnarsamstarfið, samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og tvíhliða viðskiptamál. Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi varnarsamstarfsins og að samstarf ríkjanna á þeim vettvangi hafi ávallt verið mjög farsælt. Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi Atlantshafssamskipta og samstarfs Evrópu og Norður-Ameríku í öryggismálum. Rætt var um væntanlega stækkun bandalagsins og undirbúning að leiðtogafundi þess í Prag á næsta ári, en mikilvægur liður í því verður vorfundur utanríkisráðherra bandalagsins í Reykjavík í maí 2002. Utanríkisráðherra bauð utanríkisráðherra Bandaríkjanna jafnframt að nýta það tækifæri sem þá gæfist til þess að sækja Ísland heim og eiga tvíhliða fundi með íslenskum ráðamönnum, ásamt því að skoða landið.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 8. ágúst 2001.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta