Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2001 Matvælaráðuneytið

Bandarísk sendinefnd. 10.08.01

Fréttatilkynning


Bandarískir þingmenn kynna sér sjálfbæra
auðlindanýtingu Íslendinga

Sendinefnd frá bandaríska þinginu er væntanleg hingað til lands sunnudaginn, 12. ágúst nk. Nefndina skipa þingmenn úr auðlindanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins, en formaður hennar er James V. Hansen þingmaður Utah ríkis. Með heimsókn sinni hingað til lands hyggst
sendinefndin kynna sér auðlindanýtingu Íslendinga, sérstaklega í sjávarúvegs- og orkumálum.

Þingmennirnir, sem eru gestir Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, munu hitta Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Halldór Blöndal forseta Alþingis, eiga fund með embættismönnum Sjávarútvegsráðuneytisins og fulltrúum Hafrannsóknastofnunarinnar auk þess að skoða orkuverið í Svartsengi.

Ísland er einn þriggja viðkomustaða þingmannanna í þessari vinnuheimsókn
þeirra til Norðurlanda, en síðustu daga hafa þeir heimsótt Noreg og Danmörku.
Sendinefndin mun síðan halda til Bandaríkjanna á þriðjudag.

Frekari upplýsingar veitir Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra
í síma: 896-6768

Sjávarútvegsráðuneytið
10. ágúst, 2001

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum