Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2001 Dómsmálaráðuneytið

Fréttatilkynning um fund dómsmálaráðherra Norðurlanda þann 16.-17. ágúst 2001

Fréttatilkynning
Nr. 27/ 2001

Fundur dómsmálaráðherra Norðurlanda.
Haldinn í Álandseyjum, 16. og 17. ágúst 2001.



Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, sækir fund dómsmálaráðherra Norðurlanda, sem haldinn er í Álandseyjum dagana 16. og 17. ágúst. Auk hennar sækja fundinn dómsmálaráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs, og Svíþjóðar, svo og fulltrúar frá landsstjórnum Færeyja og Álandseyja. Með ráðherra í för eru Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri, Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri og Björg Thorarensen, skrifstofustjóri.

Á fundinum verður meðal annars fjallað um afbrot barna og ungmenna og nýja skýrslu sem ríkin hafa unnið sameiginlega að um viðfangsefnið, skilvirkni dómstóla, og sameiginlegar aðgerðir gegn verslun með konur og kynlífsþrælkun. Einnig verður fjallað um óeirðirnar sem brutust út í Gautaborg þegar leiðtogar Evrópusambandsins komu þar nýlega saman, leiðir til að taka á slíkum atburðum og fyrirbyggja að þeir endurtaki sig.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
15. ágúst 2001.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta