Aðalnámskrá tónlistarskóla - strokhljóðfæri
Til skólastjóra tónlistarskóla
Aðalnámskrá tónlistarskóla - Strokhljóðfæri
Meðfylgjandi er nýtt hefti af aðalnámskrá tónlistarskóla, þ.e. greinanámskrá fyrir strokhljóðfæri, sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út.
Aðalnámskrá tónlistarskóla tók gildi 1. júní 2000, sbr. auglýsingu á kápusíðu. Auk prentaðrar útgáfu er námskráin einnig birt á heimasíðu menntamálaráðuneytis undir hnappi námskrár, vefslóð: menntamalaraduneyti.is.
Þetta er fjórða ritið af aðalnámskrá tónlistarskóla. Fleiri greinanámskrár eru væntanlegar síðar á árinu og verða þær sendar tónlistarskólum þegar þær koma út.
Skólastjórar eru beðnir um að koma eintökum af námskránni til kennara í viðkomandi greinum. Eftir útsendingu er unnt að afla fleiri eintaka hjá Hagstofu Íslands, Bókaverslun Máls og menningar og Tónastöðinni, en aðalnámskrá tónlistarskóla er til sölu á þessum stöðum.
Á vegum menntamálaráðuneytisins er stefnt að heildstæðri kynningu aðalnámskrárinnar við lok útgáfu.
Fyrirspurnum um námskrármál má beina til Njáls Sigurðssonar í grunnskóla- og leikskóladeild ráðuneytisins, netfang: [email protected].
F.h.r.
(ágúst 2001)