Nr. 070, 16. ágúst 2001 Opinber heimsókn Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, til Íslands
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 070
Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun, föstudaginn 17. ágúst, í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.
Á fundi ráðherranna verður fjallað um tvíhliða samskipti Íslands og Belgíu, framkvæmd EES-samningsins og áherslur í formennskutíð Belgíu í Evrópusambandinu en Belgar tóku við formennsku í sambandinu þann 1. júlí síðastliðinn.
Fundur utanríkisráðherra Íslands og Belgíu verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu og í kjölfar hans er boðið til fundar með blaðamönnum í hringborðssal Þjóðmenningarhússins á 2. hæð og hefst blaðamannafundurinn kl. 12.30.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. ágúst 2001.