Nr. 073, 20. ágúst 2001 Viðtalstímar við sendiherra
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
________
Nr. 073
Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 22. ágúst n.k. kl. 9:30-12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Ísrael, Litháen, Möltu, Rúmeníu og Tyrklands.
Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 28. ágúst n.k. kl. 10-12 eða eftir nánara samkomulagi. Sendiskrifstofan gegnir hlutverki sendiráðs gagnvart Bahamaeyjum, Barbadoseyjum, Grenada og Kúbú.
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 29. ágúst n.k. kl. 10-12 eða eftir nánara samkomulagi.
Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Japan, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu föstudaginn 31. ágúst n.k. kl. kl. 8-10 eða eftir nánara samkomulagi.
Kornelíus Sigmundsson, sendiherra Íslands í Helsinki, verður til viðtals fimmtudaginn 6. september n.k. kl. 10-12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Eistlands, Lettlands og Úkraínu.
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu sama dag, fimmtudaginn 6. september n.k. kl. 10-12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær til Belgíu, Liechtenstein og Lúxemborgar.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-9900 þar sem tímapantanir eru einnig skráðar.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. ágúst 2001.