Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2001 Matvælaráðuneytið

Renate Künast 20.08.01

Fréttatilkynning


Sjávarútvegsráðherra Þýskalands, Renate Künast sem jafnframt er landbúnaðar og neytendamálaráðherra þar í landi kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag, í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Frú Künast tók við embætti í ársbyrjun en hún er í flokki Græningja sem myndar ríkisstjórn Þýskalands ásamt Sósíaldemókrötum.

Ráðherrarnir munu ræða sjávarútvegsmál, þar á meðal hvalamál. Í dag skoðar ráðherrann m.a. sjóminjasafnið í Hafnarfirði. Á morgun 21. ágúst verður farið til Húsavíkur í hvalaskoðun. Á þriðjudag skoða erlendu gestirnir frystihús Granda í Reykjavík og Hafrannsóknarstofnun.

Þýski matvæla og neytendamálaráðherrann fer af landi brott miðvikudaginn 22. ágúst.
Sjávarútvegsráðuneytið
20.ágúst 2001



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum