Niðurstaða fundar Barentsráðsins
Á fundi umhverfisráðherra Barentshafsráðsins sem lauk í dag í Murmansk var m.a. fjallað um ástand umhverfismála á Kólaskaga. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu til Michael Meacher umhverfisráðherra Bretlands vegna endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. Í yfirlýsingunni var sérstaklega bent á að nýjar mælingar gefi eindregið til kynna að geislavirkni hafi aukist í og við Norðursjóinn og í Barentshafi. Þessu til viðbótar ályktuðu ráðherrarnir um hættu þá sem stafað geti af innfluttningi Rússa á geislavirkum úrgangi, flutningsleiðum hans og óvissu um geymsluaðferðir úrgangsins í Rússlandi.
Frekari upplýsingar veita Halldór Þorgeirsson í síma 896 2130 eða Einar Sveinbjörnsson í síma 896 4189 Meðfylgjandi er:
Bréf til Michael Meacher umhverfisráðherra Bretlands. (2 bls)
Sérstök bókun vegna kjarnorkuinnflutnings Rússa. (1 bls)
Niðurstaða 5. fundar umhverfisráðherra Norðulandanna í Kirkenes 20. til 21. ágúst (4 bls)
Fréttatilkynning nr. 13/2001
Umhverfisráðuneytið