Félagsmálaráðuneytið fékk góða gesti frá Grænlandi í heimsókn þann 20. ágúst sl.
Félagsmálaráðuneytið fékk góða gesti frá Grænlandi í heimsókn þann 20. ágúst sl. Þar voru á ferð fimm fulltrúar félagsmálanefndar grænlenska þingsins. Þau eru hér í nokkurra daga heimsókn og komu við í félagsmálaráðuneyti til að fræðast um starfsemi ráðuneytisins og helstu áherslur.
Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri tók á móti gestunum ásamt deildarstjórunum Inga Val Jóhannssyni og Ingibjörgu Broddadóttur. Á næstu dögum munu þau fara í ýmsar heimsóknir, m.a. á Barnaverndarstofu og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Síðan mun leiðin liggja til Akureyrar þar sem þau munu m.a. hitta forsvarsmenn bæjarins.