Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2001 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra Manitoba

Frétt nr. 23/2001

                           Heimsókn forsætisráðherra Manitoba 26. til 29. ágúst 2001


    Heimsókn forsætisráðherra Manitoba í Kanada, hr. Gary Doer, hingað til lands í boði Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra hófst í gær. Með ráðherranum í för er kona hans, Ginny Devine, Ron Lemieux, ráðherra menningar- og ferðamála, embættismenn og viðskiptasendinefnd. Margir af þeim sem eru í för með ráðherranum eru af íslenskum uppruna.

    Í dag mun Gary Doer eiga fundi með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra. Þá sækir hann forseta Íslands heim á Bessastöðum og þiggur þar ásamt fylgdarliði sínu hádegisverð. Síðdegis opnar hann myndlistarsýningu á Kjarvalsstöðum. Á morgun verður farið norður í Skagafjörð þar sem Vesturfarasetrið á Hofsósi verður skoðað. Á miðvikudag verður heimsókn í Alþingi og Bláa lónið.

    Ekki verður boðað til sérstaks blaðamannafundar en þeir fjölmiðlar sem hafa áhuga á að fylgjast með einstökum viðburðum dagskrárinnar eða ræða við forsætisráðherra Manitoba hafi samband við Skarphéðinn Steinarsson í síma 861-8305.

Í Reykjavík, 27. ágúst 2001.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta