Landanir erlendra skipa. 31.08.01
Fréttatilkynning
Rýmri reglur um landanir erlendra skipa á Ísland.
Erlendum skipum sem stunda veiðar úr fiskistofnum, sem veiðast bæði innan og utan lögsögu Íslands, hefur ekki verið heimilt að landa afla í höfnum hér á landi nema íslensk stjórvöld hafi samið um nýtingu viðkomandi stofns. Ráðuneytið hefur nú ákveðið að rýmka þessar reglur þannig að erlend skip sem hafa leyfi grænlenskra stjórnvalda til veiða á grálúðu og karfa við A-Grænland, verði heimilt að landa afla sínum í höfnum hér á landi, jafnvel þótt ekki hafi tekist samningar við grænlensk stjórnvöld um nýtingu þessara stofna. Ákvörðun þessi tekur gildi 1. september 2001 en verður endurskoðuð að ári liðnu.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 29. ágúst 2001.